Með nýjum reglugerðum, annars vegar um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun (1299/2015) og hins vegar um geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda (1298/2015), breytast áherslur í eftirliti Geislavarna ríkisins með notkun geislatækja og geislavirkra efna.  Eftirlitið tekur nú í ríkari mæli mið af þeirri áhættu sem notkuninni fylgir.   Geislavarnir gefa út viðmið um tíðni reglubundins eftirlits þar sem lagt er til grundvallar hve mikil áhættan er fyrir almenning, starfsmenn og sjúklinga, metið út frá eðli og umfangi starfsemi.

Nýtt viðmið um eftirlitsflokka og tíðni eftirlits var gefið út 1. febrúar 2016.  Samkvæmt því eru notendur röntgentækja og geislavirkra efna flokkaðir í fjóra eftirlitsflokka og er tíðni reglubundins eftirlits mismunandi milli flokka.

Lesa má um flokkun leyfishafa í eftirlitsflokka og tíðni eftirlits hér.