Fóstur í móðurkviði er mun viðkvæmara fyrir jónandi geislun en móðirin. Þess vegna er lögð áhersla á að óléttar konur fari ekki í myndgreiningarannsóknir sem byggja á notkun röntgengeislunar eða geislavirkra efna nema nauðsyn beri til. Við framkvæmd slíkra rannsókna er áhersla lögð á að móðirin og fóstrið verði fyrir sem minnstri geislun.

Félög röntgenlækna (RCR) og geislafræðinga (SoR) í Bretlandi ásamt Heilsuverndarstofnun Bretlands (Health Protection Agency)hafa nýlega endurskoðað leiðbeiningar sínar um geislavarnir barnshafandi kvenna við myndgreiningarannsóknir.

Í leiðbeiningunum, sem eru bæði fróðlegar og gagnlegar, eru veittar upplýsingar um áhrif sem jónandi geislun getur haft á heilsu og þróun fósturs (og fósturvísis) í móðurkviði. Einnig eru veittar hagnýtar upplýsingar um hvenær og hvernig rétt er að koma í veg fyrir eða draga úr ónauðsynlegri geislun á fóstur þegar barnshafandi kona þarf að fara í myndgreiningarannsókn.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér á vefsvæði HPA (315 KB).

 

SMM

 

 

Leiðbeiningar um svipað og tengt efni á vefsíðu GR:

Röntgengeislun og meðganga. Leiðbeiningar fyrir konur á barnseignaraldri

Notkun geislunar í læknisfræði