Nýlega litu dagsins ljós sameiginlegar leiðbeiningar frá norrænu geislavarnastofnununum um leiðir til að lækka geislaskammta í röntgenrannsóknum og skyggnirannsóknum. Leiðbeiningarnar leggja áherslu á mikilvægi þess að nota rétta tækni og aðferðir.

Markmiðið er að halda geislaskömmtum eins lágum og mögulegt er án þess að rýra greiningargildi rannsókna (as low as reasonably achievable, ALARA) og lágmarka þannig áhættu vegna geislunar.

Mikilvægt er að nota réttar aðferðir og hjálpartæki og að aðlaga tækni og aðferðir að hverjum einstaklingi.

Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem framkvæma röntgen- og skyggnirannsóknir. Þær fjalla meðal annars um áhrif þess hvernig sjúklingur snýr gagnvart geisla, pressun, afmörkun myndsvæðis, notkun dreifigeislasíu og fleira á endanlegan geislaskammt rannsóknarinnar.

Leiðbeiningarnar má sjá á heimasíðu GR á síðunni sameiginleg rit geislavarnastofnana en hlekkur á leiðbeiningarnar er hér.  Þær hafa einnig verið birtar á heimasíðu vinnuhópsins sem stóð að gerð þeirra á Nordic Working Group on Medical Applications (NGMA).

Mynd af merkjum geislavarnastofnana norðurlandanna