Geislun er staðreynd í umhverfi allra jarðarbúa og nýlega hóf Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) að birta vef-fræðsluefni (e-Learning Modules on Radiation) sem ætlað er öllum sem vilja fræðast um geislun og notkun hennar.  Fræðsluefnið er á ensku, en mjög aðgengilegt öllum sem hana lesa.  Fræðsluefnið er gagnvirkt og hannað þannig að auðvelt er að skoða hluta af því í einu, gera hlé eða fara til baka og því getur hver og einn skoðað efnið á sínum hraða.

Tvær einingar hafa verið birtar og fjallar sú fyrsta um hvað geislun er en önnur um geislavá.