Á vefsíðu Geislavarna hefur verið birt nýtt fræðsluefni um 5G þar sem m.a. er fjallað um viðmiðunarmörk og líffræðileg áhrif rafsegulsviða af útvarpstíðni.

Innleiðing 5G er hafin á Íslandi og hafa Geislavarnir ríkisins og Póst- og fjarskiptastofnun komið á samstarfsverkefni sem felur í sér að fylgjast með þróun 5G tækni á Íslandi sem og margþættar mælingar.

Geislavarnir fylgjast einnig vel með þróun 5G mála erlendis m.a. með virkri þátttöku í samstarfi norrænna geislavarnastofnana og alþjóðlegu samstarfi innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem m.a. er fjallað um 5G og þá sérstaklega hugsanleg áhrif á fólk og umhverfi.

Áhugasömum er einnig bent á aðrar fréttir er varða 5G á vefsíðu Geislavarna svo sem spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu af vef WHO og  nýjar viðmiðunarreglur ICNIRP fyrir 5G.