Í þessu nýja riti eru m.a. greinar um eftirfarandi efni:

1. Sagt er frá viðbrögðum geislavarnastofnana í Evrópu þegar örlítil mengun geislavirkra efna fannst í lyftuhnöppum í Frakklandi fyrir tæpu ári síðan. Um var að ræða mjög lítið magn af geislavirka efninu kóbalt (60Co) og hefur að öllum líkindum komið frá birgi á Indlandi. Geislun á almenning var almennt talin mjög lítil en atvikið sýnir að bæði getur verið erfitt að rekja upprunar mengunarinnar og að koma alveg í veg fyrir dreifingu slíkra vara sem geislavirk efni hafa komist í. Geislavarnastofnanir í Evrópu höfðu hins vegar með sér gott samstarf um að tilkynna þessi atvik, vinna með viðkomandi fyrirtækjum við að finna þá hnappa sem mengunin hafði borist í og skiptast á upplýsingum um niðurstöður.

2.  Í Frakklandi kom upp umræða um geislaálag þátttakenda í tiltekinni vísindarannsókn, þar sem þátttakendurnir eru 60 ára og eldri. Áætlað geislaálag vegna rannsóknarinnar er 18 mSv. Þar sem hér er um frekar hátt geislaálag að ræða, var það skilyrði sett að þátttakendur máttu ekki taka þátt í öðrum rannsóknum þar sem notuð er jónandi geislun í einhvern tíma á eftir. Slík skilyrði um enga geislun í einhvern tíma eru ekki almenn og því var ERPAN (European Radioprotection Authority) fengið til þess að gera könnun á því í Evrópu hvernig staðið væri að framkvæmd vísindarannsókna þar sem notuð er jónandi geislun í álfunni.

3.   Atvik kom upp í Sviss við útreikninga vegna geislunar við framkvæmd geislameðferðar. Sagt er frá þessu atviki og afleiðingum þess.

Ritið má nálgast hér

EAN er rekið af Kjarnorkurannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.

GE