Í þessu nýja riti eru m.a. greinar um eftirfarandi efni:
1. Sagt er frá fundi í Brelandi þar sem fjallað var um geislavarnir og öryggi vegna geislalinda og notkunar á geislunarbúnaði við öryggisgæslu. „ALARA Issues arising for Safety and Security of Radiation Sources and Security Screening Devices“. (PDF 1,3MB)
2. Fjallað er um losun geislavirkraefna á Írlandi og sagt frá hlut I-131 (geislavirkt joð) í þeirri losun, en það er notað í læknisfræðilegum tilgangi við greiningu og meðferð sjúkling.
3. Við kjarnorkuverið í Forsmark í Svíþjóð er mælibúnaður við innkeyrslu að verinu og í maí 2009 varð vart við geislamengun í bíl sem átti þar leið um. Fjallað er um greiningu á og uppruna þeirrar mengunar.
4. Sagt er frá nýju verkefni sem styrkt er af 7. rannsóknaráætlun ESB þar sem skoðaðar verða leiðir til þess að bæta geislavarnir starfsmanna sem vinna við jónandi geislun í læknisfræði. Sérstök áhersla er á geislaálag á útlimi starfsmanna sem vinna með geislavirk efni eða við skyggni- og aðgerðarrannsóknir.
Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (0,7 MB)
Á vefsíðunni hafa nýlega verið uppfærðar upplýsingar um EMAN verkefnið (European Medical ALARA Network), ásamt tengingu á vefsíðu verkefnisins.
EAN er rekið af Kjarnorkurannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.
GE
16.03.2010