Í þessu nýja riti eru m.a. greinar um eftirfarandi efni:

  • Fulltrúar EFOMP (European Federation of Medical Physicist) fjalla um ALARA öryggismenningu í tengslum við læknisfræðilega notkun geislunar og setja hana í samhengi við aðra áhættu sjúklinga í heilbrigðisþjónustinni
  • Fjallað er um geislaálag starfsmanna sem vinna við röntgenmyndgerð í iðnaði í Þýskalandi, en geislaálagið hefur farið lækkandi fyrir þennan hóp á tímabilinu 1998 til 2009. Þessi hópur starfsmanna er oft með mjög hátt geislaálag.
  • Fjallað er um breytingar á regluverki í Þýskalandi vegna tilkomu nýrrar tegunda röntgentækja í iðnaði þar sem ekki er gert ráð fyrir því að notkun þeirra sé háð öðrum kröfum en að þau séu týpuprófuð og notkun þeirra skráð.
  • Sagt er frá fundi á sterkri geislalind í flutningagámi í Genúa á Ítalíu sumarið 2010 og þeim rannsóknum sem fram fóru í kjölfar þess. Geislunarstyrkur var 36 mSv/klst í 10 cm fjarlægð frá yfirborði gámsins.

Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (0,7 MB)

Á vefsíðunni hafa nýlega verið uppfærðar upplýsingar um EMAN verkefnið (European Medical ALARA Network), ásamt tengingu á vefsíðu verkefnisins.

EAN er rekið af Kjarnorkurannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.

Eldri fréttir með tilvísunum í fyrri rit ALARA:

16.03.2010 (Nýtt fréttarit frá EAN-ALARA)
20.10.2009 (Nýtt fréttarit frá EAN-ALARA)
31.03.2009 (Nýtt fréttarit frá EAN-ALARA)
17.10.2008 (Nýtt vefrit frá ALARA – September 2008)
11.10.2007 (Nýtt vefrit frá ALARA)
10.04.2007 (Fréttabréf European ALARA Network komið út)

GE