Í þessu nýja riti eru m.a. greinar um eftirfarandi efni:

  • Fjallað er um atvik sem varð á sjúkrahúsi í Strassborg (Frakklandi) í mars 2009, þar sem sjúklingur sýndi einkenni þess að hafa fengið mikla geislun við framkvæmd inngripsrannsóknar vegna sjúkdóms í höfði. Einkennin voru hárlos á stóru svæði og húðroði. Sagt er frá rannsókn franskra geislavarnayfirvalda á atvikinu og niðurstöðum hennar.
  • Í leiðbeiningum ICRP og í geislavarnatilskipun Evrópusambandsins eru ákvæði um beitingu svokallaðra geislaþvingna (e. dose constraints) við tilteknar geislunar-aðstæður. Sagt er frá könnun sem gerð var árið 2010 á því hvernig ákvæði um geislaþvingur voru innleidd í löggjöf aðildarlandanna.
  • Í Þýskalandi hafa nýjar leiðbeiningar um mat á geislun á almenning og starfsmenn vegna námuvinnslu, verið gefin út.
  • Sagt er frá niðurstöðum vinnufundar um NORM „Naturally Occurring Radioactive Materials“, sem haldin var í Belgíu í nóvember 2011.

Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (0,7 MB)

EAN er rekið af Kjarnorkurannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.