Nýlega kom út nýtt vefrit á vefsetri ALARA-Network. Áður hefur verið vakin athygli á starfsemi EAN-ALARA netsins, hér á vef Geislavarna.

Í þessu nýja riti eru m.a. greinar um eftirfarandi efni:

  • Þátttaka EAN í ráðstefnu Alþjóðageislavarnaráðsins (ICRP) sem haldin var í Abu-Dhabi á síðasta ári (22. – 24. október 2013), þar sem fjallað var um stefnumótun og framtíðarsýn ICRP.
  • Sagt er frá vinnustofu um náttúruleg geislavirk efni (NORM – Naturally Occurring Radioactive Materials) og leiðir til förgunar, sem haldin var í Madrid á Spáni dagana 2.-4. desember 2013.
  • Sagt er frá málaferlum í Bretlandi, þar sem opinbert heilbrigðisfyrirtæki (Health Service Trust) var sektað um rúmar £30.000 (um 5,6 milljónir ÍSK) vegna þess að starfsmaður fékk hærri geislaskammta við vinnu sína en leyfilegt er.
  • Sagt er frá væntanlegri ráðstefnu/vinnustofu á vegum EAN í Rovinja í Króatíu dagana 7. – 9. maí 2014, þar sem fjallað verður um nauðsynlega menntun og þjálfun í geislavörnum.

Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (0,6 MB)

EAN er rekið af Kjarnorkurannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.