Nýlega var gefið út 3ja fréttaritið á vegum EMAN verkefnisins um geislavarnir vegna læknisfræðilegrar notkunar geislunar. Efni fréttabréfsins að þessu sinni er að mestu um þætti er varða notkun tölvusneiðmyndatækja.

Fyrsta fréttabréf EMAN kom út í febrúar á þessu ári og gaf fyrst og fremst yfirlit yfir þau verkefni sem unnið er að innan EMAN og væntingar til verkefnisins í framtíðinni. Annað fréttabréfið kom út í júní sl. og fjallaði aðallega um þætti er snúa að notkun röntgentækja utan röntgendeilda.

Þriðja fréttabréfið fjallar um bestun vegna geislaálags sjúklinga við tölvuneiðmyndarannsóknir og meðal efnis eru þessar greinar:

  • Geislaálag við TS-rannsóknir og áhætta/ávinningur
  • Mælifræði vegna geislaskammta og geislaálags
  • Viðmiðunargeislaskammtar (DRL) fyrir TS-rannsóknir
  • Kennsla og þjálfun

Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (6 MB).