Nýlega var gefið út annað fréttarit á vegum EMAN verkefnisins um geislavarnir vegna læknisfræðilegrar notkunar geislunar. Efni fréttabréfsins að þessu sinni er að mestu um þætti er varða notkun röntgentækja á sjúkrahúsum utan röntgen- og myndgreiningardeilda.

EMAN (European Medical ALARA Netvork) verkefnið var upphaflega stofnað á vegum EAN-ALARA  með stuðningi Evrópusambandsins með það að markmiði að koma á fót virku tengslaneti um geislavarnir innan læknisfræðilegarar notkunar jónandi geislunar.  Nýlega náðist samkomulag um áframhaldandi fjármögnun verkefnisins á milli Evrópusambandsins (EU) og Evrópusamtaka röntgenlækna (ECR), geislafræðinga (EFRS) og eðlisfræðinga (EFOMP).  Verkefnið er nú rekið sem sérstakt viðfangsefni undir ECR með stuðningi ofangreindra samtaka og EU.

Efni fyrsta fréttabréfsins sem kom út í febrúar á þessu ári var fyrst og fremst að gefa yfirlit um þau verkefni sem unnið er að innan EMAN og væntingar til verkefnisins í framtíðinni.

Efni 2. fréttabréfs sem kom út í júní sl. er m.a. eftirfarandi:

  • Samantekt um þróun leiðbeininga um geislavarnir vegna notkunar röntgentækja utan röntgendeilda.
  • Bestun aðferða vegna „bedside“ rannsókna af lungum
  • Þekking og færni í geislavörnum. Niðurstöður rannsóknar á vegum Norsku geislavarnastofnunarinnar NRPA (www.nrpa.no).
  • Bestun aðferða við meltingarfærarannsóknir.
  • Leiðbeiningar ICRP (www.icrp.org ) um geislavarnir vegna skyggnirannsókna sem framkvæmdar eru utan röntgendeilda. Farið er yfir helstu leiðbeiningarnar í riti ICRP nr. 117 .
  • Kynnt eru veggspjöld um geislavarnir við skyggningu.

Ritið má nálgast hér (vefsíða) eða pdf skjal (6 MB).

 

GE