Segja má að þetta rit sé framhald eða uppfærsla á eldra riti ráðsins frá árinu 2000, sem heitir „Managing Patient Doses in Computed Tomography“ (Publication 87). Á þessum tíma hefur tækniþróun TS búnaðar verið geysilega ör og miklar breytingar hafa orðið. Flestar breytingarnar hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á geislaálag sjúklinga bæði til lækkunar og hækkunar allt eftir því hvernig búnaðurinn er notaður. Flækjustigið í notkuninni hefur vaxið mikið.

Mikilverðustu breytingarnar snúa annars vegar að því að svo til öll ný TS-tæki í dag eru fjölsneiða tæki (e. Multi Detector or Multi Slice) sem gefa möguleika á að skanna mun stærri svæði sjúklinga á andartaki eða mun hraðar og nákvæmara en áður og hins vegar að því að þau eru yfirleitt búin mismunandi útfærslum af straummótunarbúnaði (e. Automatic Current Modulation) sem einnig hefur verið nefnt sjálfvirk geislastýring (e. Automatic Exposure Control (AEC)).

Í ritinu kemur fram að gera má almennt ráð fyrir því að með tilkomu FSTS hafi geislaálag rannsókna aukist miðað við eldri einssneiðatæki (e. Single Slice Computed Tomography (SSCT)) og eru gefnar leiðbeiningar um það hvernig best er að stjórna notkun þessara tækja þannig að rannsóknir séu framkvæmdar með sem minnstu geislaálagi án þess að takmarka læknisfræðilegar upplýsingar rannsóknanna. Sérstaklega er lögð áhersla á réttlætingu, þannig að tryggt sé að læknisfræðileg ástæða sé fyrir öllum rannsóknum og að til séu vinnulýsingar (e. protocolls) fyrir ábendingar rannsókna og sjúklingaflokka. Þá er tekið fram að vinnulýsingar sem eru taldar passa fyrir alla (e. „one size fits al“l) séu ekki lengur viðeigandi og skuli aldrei nota.

Ritið er aðgengilegt á rafrænu formi í gegnum Hvar.is sjá þessa slóð:

Sjá eldri frétt. 16. janúar 2007