Hér er um að ræða safn greina úr Journal of Radiological Protection, þar sem fjallað er um aðdraganda endurskoðunar á grundvallar leiðbeiningum ráðsins, sem komu út árið 1990 (Rit ICRP nr. 60). Þessar greinar voru birtar á sínum tíma (1999, 2001 og 2003) til þess að skapa sem víðtækasta umfjöllun og umræðu meðal þeirra sem starfa að geislavörum auk annara er málið varðar.

Í framhaldi af þessum greinum og þeirri umræðu sem þær hafa valdið, hefur ICRP nú gefið út drög að nýjum grundvallarleiðbeiningum. Drögin hafa verið til umsagnar á vefsíðu ráðsins síðan í júní s.l.

Ritið verður aðgengilegt á bókasafni Geislavarna ríkisins innan 1 mánaðar en fæst keypt á neðangreindri heimasíðu.

Vefsíða Elsevier um ICRP: (http://www.elsevier.com/locate/icrp)
Heimasíða ICRP (http://www.icrp.com)