Rit númer 90; Líffræðileg áhrif geislunar á fóstur (Biological Effects after Prenatal Irradiation (Embryo and Fetus)


 


Þetta rit var samþykkt til birtingar af ráðinu í október 2002, gefið út í september 2003, prentað hjá Pergamon Press og er fáanlegt hjá Elsevier Science útgáfufyrirtækinu, sjá einnig heimasíðu ICRP.


 


Í ráðleggingum sem ICRP gaf út árið 1990 (Publication 60) var m.a. fjallað um áhættu vegna geislunar á fóstur í móðurkviði. Í þessu nýja riti ICRP eru teknar til skoðunar niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á síðasta áratug um geislun á fósturstigi. Hér er bæði um að ræða dýrarannsóknir og rannsóknir á mönnum, þar sem skoðuð voru líffræðileg áhrif geislunar á þroska fósturvísis og fósturs, á mismunandi stigum, s.s. við bólfestu, líffæramyndun og þróun taugakerfis og heila. Einnig er  fjallað um faraldsfræði krabbameina hjá börnum.


  


Með þessu riti er ICRP að leggja mat á þá áhættu sem fylgir geislun á fósturstigi. Staðfest er að fósturvísir og fóstur eru mjög viðkvæm fyrir geislun. Eðli og umfang geislunaráhrifa eru háð magni geislunar og því þroskatímabili fóstursins sem hún á sér stað. Niðurstaðan styrkir og bætir við þær ráðleggingar sem áður hafa verið gefnar út um þetta efni.


 


Efnisyfirlit:


Preface


Introduction  1. Radiation effects after exposure during the pre-implantation period
  2. Developmental Effects after Irradiation during organogenesis and fetogenesis  
  3. Aetiology of long-term effects during brain development
  4. Human evidence on the effects of in-utero radiation exposure on neurological and mental processes
  5. Carcinogenic Risk from In-Utero Irradiation: Animal Studies
  6. Epidemiology of Childhood Cancer
  7. Human Carcinogenic Risk from In-Utero Irradiation
  8. Summary and Conclusions
  9. Open Questions and needs of future research

 


Eldra rit ICRP um svipað efni:  ICRP Publication 84: Pregnancy and Medical Radiation