Á undanförnum árum hefur notkun röntgentækja á öðrum deildum eða stofum utan myndgreiningardeilda farið töluvert vaxandi, bæði hérlendis sem erlendis. Hér er t.d. um að ræða notkun röntgentækja á bráðadeildum, skurðstofum, speglunarstofum, æðaþræðingarstofum, við sýnatökur, deyfingar og svæfingar. Þessari þróun hefur fylgt að búnaðurinn er oft að fá lakara eftirlit og viðhald miðað við það sem yfirleitt á við um myndgreiningardeildir, ásamt því að þeir starfsmenn sem koma að notkun þeirra hafa ekki nægilega þekkingu og reynslu.

Ritið skiptist í 7 kafla. Í 1.kafla er fjallað um helstu ástæðurnar fyrir því að talin var þörf á þessu riti, en þar ber kannski fyrsta að nefna að röntgenbúnaður er almennt að verða öflugari og flóknari í notkun og umhirðu. Til staðar þarf að vera viðeigandi þekking og reynsla í notkun hans og nægileg þekking á geislavörnum, bæði sjúklinga og starfsmanna. Í 2. kafla er fjallað um líffræðileg áhrif jónandi geislunar og í 3. kafla er fjallað um grundvallarþætti geislavarna fyrir sjúklinga og starfsmenn. Í 4. kafla er fjallað um sérstakar aðstæður í mismunandi klínískri notkun og í 5. kafla er fjallað um geislavarnir vegna barna og barnshafandi sjúklinga og starfsmanna. Í 6. kafla er farið yfir nauðsynlega menntun og þjálfun starfsmanna sem við vinna með þennan búnað og í 7. kaflanum eru teknar saman helstu ráðleggingar ritsins.

Ritið er hægt að nálgast ókeypis á rafrænu formi á þessari slóð

Sjá eldri fréttir um ICRP á vefsíðu GR

19.01.2009 : Nýtt rit frá ICRP um geislaskammta í kjarnlæknisfræði

29.09.2008 : Nýtt rit frá ICRP – Geislavarnir í læknisfræði

07.11.2007 : Nýtt leiðbeiningarit um geislavarnir við notkun fjölsneiða tölvusneiðmyndatækja.

24.07.2007 : Áhrif nýrra grunnleiðbeininga Alþjóða Geislavarnaráðsins

 

08.08.2012
GE