Fyrsta ritið sem fjallaði um geislaskammta vegna þeirra geislavirku efna sem notið eru í rjarnlæknisfræði, kom út hjá ráðinu árið 1972 (Publication 17) og miðaðist við þau efni sem þá voru notuð á þessu sviði. Með riti nr. 53 Radiation Dose to Patients from Radiopharmaceuticals (1987) voru gefnar upplýsingar um mat á geislaskömmtum, hlutgeislaálagi og geislaálagi vegna þeirra efna sem helst voru í notkun á þeim tíma. Síðar hafa verið gefin út viðbótarrit með leiðréttingum og upplýsingum um ný efni sem ástæða hefur þótt að veita upplýsingar um. Tvær fyrstu viðbæturnar er að finna í ritum nr. 62 (1991) og nr. 80 (1998).

ICRP rit 106 er þriðja viðbótarritið við rit nr. 53. Í þessu nýja riti er fjallað um flest þau efni sem notuð eru nú í kjarnlæknisfræðinni, og gefur það upplýsingar um það hvernig meta skuli geislaskammta og geislaálag sjúklinga út frá styrk þess efnis sem gefið er. Þá eru í ritinu leiðbeiningar um geislavarnir ungbarna sem eru á brjósti og leiðbeiningar fyrir starfsmenn vegna geislunar á hendur við vinnu með geislavirk efni.

Ritið er hægt að nálgast ókeypis á rafrænu formi á þessari slóð

Sjá eldri fréttir um ICRP á vefsíðu GR

29.09.2008 : Nýtt rit frá Alþjóðageislavarnaráðinu – Geislavarnir í læknisfræði

07.11.2007 : Nýtt leiðbeiningarit um geislavarnir við notkun fjölsneiða tölvusneiðmyndatækja.

24.07.2007 : Áhrif nýrra grunnleiðbeininga Alþjóða Geislavarnaráðsins

GE