Á dögunum gaf Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Environment Programme, UNEP) út nýja bók sem ber nafnið “Radiation Effects and Sources”. Í bókinni er farið yfir grundvallaratriði sem varða geislun, áhrif hennar á mannfólkið og uppsprettur hennar á auðlæsilegan og þægilegan máta.

Tilgangur bókarinnar er að veita þeim sem hafa litla þekkingu eða reynslu af jónandi geislun innsýn í hvað geislun er, hvaðan hún kemur og hver áhrif hennar eru, og hentar hún öllum þeim sem eru áhugasamir um jónandi geislun.

Bókin byggir aðallega á vinnu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnorkugeislunar (United Nations Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation, UNSCEAR) . Hægt er að nálgast fría rafræna útgáfu af bókinni hér.