Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:

GR19:07 Geislavarnir við röntgenmyndgreiningu í iðnaði – NDT, leiðbeiningar fyrir notendur

Í ritinu er fjallað um notkun röntgengeislunar við efnisrannsóknir og efnisprófanir í iðnaði (e. industrial radiography), sem á ensku er nefnd „Non Destructive Testing„ skammstafað NDT, einnig nefnd röntgenmyndgreining í iðnaði. Um er að ræða notkun á orkumiklum röntgentækjum eða línuhröðlum við gæðaeftirlit í málmiðnaði með myndatökum af málmsuðum. Í leiðbeiningunum er fjallað um helstu þætti sem snúa að þessari tegund notkunar, s.s. leyfisveitingar, menntun og þjálfun starfsmanna, nauðsynlegt gæðaeftirlit og kröfur til aðstöðu og tækjabúnaðar.

Ritið endurspeglar bæði alþjóðlegar og evrópskar reglur um þetta efni og breytingar sem orðið hafa á þeim undanfarin ár.