Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:

Kröfur til og gæðaeftirlit með röntgentækjum í læknisfræði

– leiðbeiningar fyrir notendur

Í ritinu eru teknar saman þær kröfur sem stofnunin leggur áherslu á um eiginleika og virkni röntgentækja sem notuð eru í læknisfræðilegri myndgreiningu. Einnig er í ritinu fjallað um móttökuprófanir röntgentækja og skipulag gæðaeftirlits. Áhersla er lögð á að leyfishafi geri eigin kröfur til röntgentækja sem alla jafna ættu að vera umfram þær lágmarkskröfur til eiginleika og virkni sem fjallað er um í ritinu.

Markmiðið með leiðbeiningunum er að stuðla að meiri gæðum og auknu öryggi við notkun röntgentækja.

Allir sem vinna með röntgentæki í læknisfræðilegri myndgreiningu ættu að kynna sér leiðbeiningarnar en þær skipta þó líklega mestu máli fyrir þá sem bera ábyrgð á eða annast innkaup, gæðaeftirlit og fyrirbyggjandi viðhald röntgentækja.

Ritið má nálgast hér, og einnig má finna það, ásamt öðrum leiðbeiningum á vef Geislavarna.