Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:
Geislavarnir vegna notkunar sérhæfðra tölvusneiðmyndatækja við tannlækningar (CBCT)
– Leiðbeiningar fyrir notendur

Á undanförnum árum hafa verið að ryðja sér til rúms tölvusneiðmyndatæki sem eru sérstaklega gerð til notkunar við tannlækningar. Tæknilegur munur á þessum tækjum og hefðbundnum tölvusneiðmyndatækjum felst í lögun myndnemans og notkun keilulaga geisla sem þau draga nafn sitt af, en CBCT stendur fyrir cone beam computed tomography. Eins og í öðrum tölvusneiðmyndatækjum verða til þrívíddarmyndir, en tækin er einnig hægt að nota líkt og hefðbundin kjálkasneiðmyndatæki og koma þau því oft í stað þeirra. Geislaskammtar sjúklinga við notkun CBCT tækja geta verið töluvert (allt að 100 falt) stærri en áður var með hefðbundnum kjálkasneiðmyndatækjum og því eru gerðar mun meiri kröfur til notenda tækjanna. Í ritinu sem nú hefur verið gefið út eru þessar kröfur til notenda teknar saman og settar fram leiðbeiningar um leiðir til að uppfylla þær.

Ritið má nálgast hér, og það er líka með öðrum leiðbeiningum á vef Geislavarna.