Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:

Geislavarnir við notkun skermaðra röntgentækja og handröntgentækja
– leiðbeiningar fyrir notendur

Í ritinu er fjallað almennt um skermuð röntgentæki, til hvers þau eru notuð og hvernig þau þurfa að vera úr garði gerð til að uppfylla kröfur laga og reglugerða um geislavarnir.  Skermuð röntgentæki eru t.d. notuð við gæðaeftirlit í matvælaiðnaði, við öryggiseftirlit og til efnagreiningar í iðnaði.  Þessum tækjum hefur fjölgað á undanförnum árum með aukinni sjálfvirkni og auknum öryggiskröfum á öllum sviðum.  Leiðbeiningarnar eru fróðlegar fyrir alla sem hafa áhuga á hagnýtri notkun röntgengeisla og nauðsynleg lesning fyrir þá sem hyggjast sækja um leyfi til notkunar á skermuðum röntgentækjum.

Fjallað er um handröntgentæki til efnagreiningar í viðauka ritsins, en þau flokkast þó ekki sem skermuð röntgentæki.  Handröntgentæki til efnagreiningar eru hins vegar nýlega komin fram á sjónarsviðið og leiðbeiningar um þau vantaði.

Ritið má nálgast hér, og einnig má finna það, ásamt öðrum leiðbeiningum á vef Geislavarna.