Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:

Öryggi og geislavarnir við meðhöndlun lokaðra geislalinda

Ritið inniheldur leiðbeiningar sem allir sem meðhöndla lokaðar geislalindir þurfa að kynna sér.  Í því er fjallað almennt um lagaumhverfi og geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda, nauðsynlegar merkingar, geymslu, flutning og förgun, en einnig sérstaklega um notkun á algengum búnaði sem inniheldur geislalindir.

Ritið leysir af hólmi nokkur eldri rit, en meðal þess sem hefur ekki verið birt áður eru kröfur vegna hágeislavirkra geislalinda, leiðbeiningar um flutninga og kröfur til innflutnings- og flutningsfyrirtækja.

Ritið inniheldur einnig fróðlega viðauka um flokkun geislalinda í hættuflokka, öryggisflokka og samkvæmt ISO staðli.

Markimiðið með ritinu er að samræma kröfur á Íslandi við þær sem gerðar eru annars staðar í Evrópu og einnig, að hægt sé að finna á einum stað allar helstu leiðbeiningar og kröfur sem varða lokaðar geislalindir.

Ritið má nálgast hér, og einnig má finna það, ásamt öðrum leiðbeiningum á vef Geislavarna.