Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit:

Söfnun upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum

– leiðbeiningar fyrir notendur

Í ritinu er því lýst hvaða gögnum þarf að skila til Geislavarna ríkisins vegna söfnunar geislaskömmta í tölvusneiðmyndum.  Fjallað er í stuttu máli um geislaskammtastærðir, aðferð við gagnasöfnun og fyrir hvaða rannsóknir og ábendingar skila þarf upplýsingum.  Í kafla með spurningum og svörum er reynt að svara algengum spurningum sem upp koma við skráningu geislaskammtastærða.

Í ritinu má einnig finna landsviðmið geislaskammta 2019 sem áður voru birt á vefsíðum, fyrir tölvusneiðmynd af kvið og fyrir tölvusneiðmynd af heila.

Markmiðið með ritinu er að gera leiðbeiningar um söfnun geislaskammta aðgengilegri og stuðla að samræmdum vinnubrögðum.

Ritið má nálgast hér, og einnig má finna það, ásamt öðrum leiðbeiningum á vef Geislavarna.