Ójónandi geislun

Ójónandi geislun er ekki jafn hættuleg og jónandi geislun vegna þess að hún er ekki fær um að rífa rafeindir lausar frá kjarna sameinda (hún jónar ekki) en þannig er hægt að valda skaða á lífrænu efni jafnvel þótt magn geislunar sé lítið.

Geislun frá röntgentækjum, línuhröðlum og geislavirkum efnum er jónandi en öll önnur geislun er ójónandi. Úfjólublá geislun frá sól og ljósabekkjum er á mörkum þess að teljast jónandi.

Ójónandi geislun er m.a. frá farsímum, örbylgjuofnum, spansuðuhellum og háspennulínum. Hún getur valdið upphitunaráhrifum og haft áhrif á taugaboð (á lágum tíðnum).

Alþjóðaráð gegn ójónandi geislun (ICNIRP) hefur sett mörk fyrir ójónandi geislun á ýmsum sviðum sem Norðurlandaþjóðir miða við.

Segulsvið í segulómunartækjum (MRI) eru ójónandi. Notkun slikra tækja fylgir minni krabbameinsáhætta en notkun sneiðmynda- og röntgentækja.

Tæki sem nota hátíðnihljóð (ultrasound) og innrauða geisla eru ójónandi.

Gömul stór ljósapera