Drög að dagskrá ráðstefnunnar (hlekkur) er komin á vefsetur hennar. Þar kemur fram að meðal lykilfyrirlesara eru háttsettir gestir frá stofnunum eins og IAEA, NEA, IRPA, ICRP, dönsku geislavarnastofnuninni, og fulltrúar frá Evrópusambandinu. Ein málstofa verður tileinkuð aðlögun landa að nýrri tilskipun Evrópusambandsins um geislavarnir (EU-BSS).

Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að skrá sig (hlekkur) sem fyrst og senda inn útdrátt vilji þeir halda erindi á fundinum eða kynna veggspjald um efni tengt geislavörnum. Frestur til að leggja til útdrátt rennur út 1. mars.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu hennar

(http://yourhost.is/NSFS-2011) og á facebook

(http://www.facebook.com/pages/NSFS-meeting-2011-Reykjavik/155467007825858).

Hafa má samband við skipuleggjendur ráðstefnunnar með pósti á netfangið

nsfs@gr.is .

ÓHH