OTHEA vefsetrið – (http://relir.cepn.asso.fr/)

Markmiðið með vefsetrinu er að dreifa þessum upplýsingum til allra sem málið varðar og áhuga hafa, þannig að hægt sé að draga af þeim lærdóm.

Á síðunni eru hlekkir sem beina lesendum á gögn viðkomandi atvika, þar sem atvikinu er lýst og hugsanlegt geislaálag einstaklinga metið. Þá eru teknar saman upplýsingar um þann lærdóm sem draga má af atvikinu.

Á forsíðunni eru nýjustu atvikin kynnt, en þar er m.a. fjallað um atvik með opna geislalind á rannsóknarstofu þar sem starfsmaður fékk geislavirkt efni í andlitið, þrjú tilfelli af geislavirkum efnum í brotajárni á leið í málmbræðslu, eitt tilfelli af geislavirkum efnum sem fóru í málmbræðslu og kostnaður við hreinsun og förgun varð yfir 1 milljón Evra. Einnig eru nokkur atvik kynnt sem tengjast notkun röntgentækja við farangursskoðun á flugvöllum.

Á vefsetrinu er hlekkur í gagnagrunn atvika sem inniheldur upplýsingar um 86 atvik, skipt í 5 flokka eftir notkunarsviði:

 1. Notkun jónandi geislunar í iðnaði :                 41 atvik
  Notkun í læknisfræði og dýralækningum :       21 atvik
  Notkun rannsóknum og kennslu:                   11 atvik
  Atvik í flutningi á geislavirkum efnum:              5 atvik
  Önnur notkun:                                                 8 atvik

  GE.