Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða fulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst áhuga og metnaðar í starfi. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði, vönduð og áreiðanleg vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.

Helstu verkefni:

Fjármál: Fulltrúi hefur umsjón með innkaupum, afgreiðir reikninga til greiðslu og innheimtu hjá Fjársýslu ríkisins. Annast uppgjör á greiðslukortareikningum og bankareikningi. Fulltrúi tekur þátt í gerð rekstraráætlana og eftirfylgni við þær. Hefur umsjón með og gerir ferðaheimildir og ferðareikninga. Fulltrúi sér um launaupplýsingar til Fjársýslu ríkisins.

Skjalamál: Fulltrúi tekur á móti erindum sem berast með pósti, síma og tövupósti og skráir þau í rafrænt Skjalavistunarkerfi. Fulltrúi hefur umsjón með skjalasafni Geislavarna, pökkun og grisjun.

Rekstur húsnæðis: Fulltrúi sér um rekstur húsnæðis, þ.m.t. samskipti við Fasteignir ríkissjóðs Húsfélag og aðra aðila eftir þörfum. Fulltrúi hefur yfirumsjón með skipulagi þess sem varðar húsnæði og innviði.

Önnur verkefni:  Fulltrúi vinnur að öðrum verkefnum, í samræmi við menntun og reynslu, að ósk forstjóra eða gæðastjóra. Þar má nefna:

         Útgáfa yfirlýsinga vegna geislavirkra efna í matvælum og afgreiðslu til viðskiptavina.

         Þátttaka í mótun og viðhaldi gæðahandbókar Geislavarna.

         Skráning símenntunar og starfsþjálfunar.

         Þátttaka í undirbúningi, skráningu og frágangi vegna námskeiða.

         Fulltrúi aðstoðar við útgáfu Geislavarna á vef og pappír.

Starfshlutfall:

                80 – 100 %

Menntun og hæfni:

  • Stúdentspróf
  • Mjög góð íslenskukunnáttu og gott vald á ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta

·         Reynsla af bókhaldsvinnu er nauðsynleg og reynsla af fjárhagskerfi ríkisins æskileg.

 

 

Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2012.  Umsóknir skulu berast til: Geislavarnir ríkisins, Rauðarárstíg 10, IS-150 Reykjavík, eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@gr.is.

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

 

Nánari upplýsingar um starfið og stofnunina er að finna á heimasíðunni www. gr.is.

Einnig veitir Elísabet Dolinda Ólafsdóttir,s: 440 8208 (edo@gr.is) nánari upplýsingar um starfið.