Dagana 23. – 28. maí fer IRPA 11 ráðstefnan fram í Madrid á Spáni, fyrir utan hefðbundin störf umfangsmiklar kynningar á vísindalegu efni, mun Roger Clark forseti Alþjóðageislavarnaráðsins (ICRP) kynna drög að nýjum grundvallarleiðbeiningum ráðsins. Þessi drög hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og er þeirra beðið með töluverðri eftirvæntingu, en eldri grundvallarleiðbeiningar eru frá árinu 1990 (ICRP 60). Kynningin fer fram á þriðjudaginn og er Sigurður M. Magnússon, forstjori Geislavarna ríkisins, annar tveggja fundarstjóra.