Fyrri boðun á ráðstefnuna var gefin út með tölvupósti síðastliðinn föstudag. Slík ráðstefna var síðast haldin árið 2008 í Noregi, en hún var síðast á Íslandi árið 1996. Þá komu á annað hundruð manns hingað víðsvegar að. Þar á meðal voru nokkrir helstu sérfræðingar beggja vegna Atlantsála og fjölluðu þeir um það sem hæst bar í geislavörnum á þeim tíma. Skipulag ráðstefnunnar næsta sumar verður með svipuðum hætti.

Lögð verður áhersla á að tryggja þátttöku sem flestra ungra fagaðila í félaginu og verða til þess veittir allnokkrir ferðastyrkir til ungra félagsmanna. Jafnframt því verða verðlaun veitt fyrir bestu kynningu upprennandi félagsmanna. Loks verður boðið upp á yfirlitsnámsskeið í vissum undirgreinum fagsins, ef áhugi reynist nægur.

Þeim sem vilja halda erindi eða kynna veggspjald um geislavarnir er boðið að senda inn útdrátt um það. Ein málstofa verður tileinkuð aðlögun landa að nýjum öryggisstaðli Evrópubandalagsins (EU-BSS). Ráðstefnan verður á ensku.

Nánari upplýsingum um skráningu verður dreift í seinni boðun þann 15. janúar 2011. Hægt er að fylgjast með undirbúningi ráðstefnunnar á vefsíðu hennar og á facebook síðunni 

Hafa má samband við skipuleggjendur ráðstefnunnar í netfanginu nsfs@gr.is

 

 

OHH

9.11.2010