Stefnt er að því viðskiptavinir stofnunarinnar geti innan skamms sótt öll eyðublöð á vefsetur stofnunarinnar, ásamt því að geta fyllt þau þar út og sent rafrænt. Fljótlega verður tekið í notkun á vefsetrinu svæði fyrir þá viðskiptavini sem þurfa að sækja um vottorð (yfirlýsingar) vegna geislavirkni í sjávarafurðum. Fleiri eyðublöð eru væntanleg og verða vonandi öll fáanleg fyrir vorið.

Hægt er að nálgast vefflokkinn Eyðublöð beint af forsíðu eða undir flokknum Viðskipavinir.

Til hliðar við rafrænu eyðublöðin er hægt að sækja hefðbundin eyðublöð til þess að fylla út og senda í faxi eða með pósti. Mælt er með því að viðskiptavinir stofnunarinnar noti rafrænar umsóknir eins og mögulegt er. Einnig er þess vænst að þeir láti til sín heyra ef eitthvað í sambandi við þessa þjónusta virkar ekki eins og það á að gera og einnig ef þeir rekast á eitthvað sem betur mætti fara.

Eftirfarandi eyðublöð eru einnig í vinnslu:

1. Tilkynningar vegna ábyrgðarmanna eftirlitsskylds búnaðar
2. Umsókn um viðurkenningu fyrir viðgerðar- og viðhaldsaðila geislatækja.