Með aukinni hagnýtingu fjarskiptatækni sem nýtir rafsegulsvið á útvarpstíðni hafa Geislavörnum borist fyrirspurnir og erindi frá fólki sem á við heilsufarsvandamál að glíma sem það tengir óþoli fyrir rafsegulsviði.  Á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, er að finna nokkuð ítarlegar upplýsingar og ráðleggingar varðandi rafsegulóþol, sjá https://www.who.int/peh-emf/publications/facts/fs296/en/

Á Vísindavefnum er svar við spurningunni: Er til fólk með rafsegulóþol?

Til þessa hefur ekki tekist að sýna fram á það með vísindalegum aðferðum að rafsegulsvið valdi rafsegulóþoli.