Röntgendagurinn, International Day of Radiology, er í dag, 8. nóvember. Markmiðið með Alþjóðlega röntgendeginum er að vekja athygli á mikilvægi sjúkdómsgreiningar og meðferðar með röntgengeislum.  Í ár er dagurinn helgaður inngrips rannsóknum (interventional radiology) sem eru bráðnauðsynlegar í nútíma læknisfræði.

Það var 8. nóvember 1895 sem Wilhelm Conrad Röntgen áttaði sig á tilvist röntgengeisla.