Í slysum þar sem geislavirk efni koma við sögu fara viðbragðsaðilar (slökkvilið og lögregla) með stjórnun á vettvangi, en Geislavörnum ríkisins er hins vegar ætlað að veita ráðgjöf og aðstoð varðandi þá þætti sem snúa að geislavá. Samráð og þjálfun eru því nauðsynleg til að tryggja að unnið sé með skilvirkum hætti eftir samræmdu skipulagi.

Þjálfunaræfingin fór fram miðvikudaginn 6. júní sl. og var hylkjum með mismiklu magni geislavirkra efna komið fyrir i bílflaki.
Í þjálfuninni var m.a. lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Aðkomu að slysstað og afmörkun öryggissvæða
  • Faglega ráðgjöf Geislavarna ríksins til stjórnenda á vettvangi (slökkviliðs og lögreglu).
  • Skimun eftir geislamengun á vettvangi
  • Leit og fjarlæging geislavirkra efna af vettvangi

Vel gekk að finna öll hylkin, þótt smæsti efnisskammturinn hafi einungis verið um 1/100 000 af þeim sterkasta.

Slys eins og hér var sett á svið á ekki að geta orðið vegna þess hve kröfur um umbúnað og flutning geislavirkra efna eru strangar. Öryggiskröfur eru hins vegar mjög strangar eins og í flugrekstri. Einn þáttur þessa öryggis er að þjálfa viðbrögð við aðstæðum sem eiga ekki að geta komið upp, en engu að síður á að vera hægt að bregast við.

Þessi þjálfunaræfing reyndist gagnleg og engin frávik komu í ljós frá viðmiðunum IAEA varðandi skipulag viðbúnaðar viðbragðsaðila.
Almenn ánægja var með æfinguna og fleiri slíkar munu verða á næstunni þar sem aðrir þættir verða þjálfaðir.

Myndir frá æfingunni:

        

Viðbúnaðaræfing

 Viðbúnaðaræfing

6.6. 2007

Viðbúnaðaræfing

Viðbúnaðaræfing

Viðbúnaðaræfing  Viðbúnaðaræfing 
 Mynd3  Viðbúnaðaræfing
Viðbúnaðaræfing Viðbúnaðaræfing
Viðbúnaðaræfing Viðbúnaðaræfing