Í sameiginlegri yfirlýsingu Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) og Evrópusamtaka iðnfyrirtækja á sviði heilbrigðistækni (COCIR), sem gefin var út þann 17. júní sl., kemur fram að með þeim er virkt og öflugt samstarf sem hefur að markmiði að draga úr geislaálagi sjúklinga vegna notkunar tölvusneiðmyndatækja við greiningu og lækningu sjúkdóma.

Árangur samstarfsins hefur til þessa m.a. leitt til þess að í nútíma tölvusneiðmyndatækjum eru til staðar margar mismunandi lausnir sem leitt geta til lækkunar á geislaálagi án þess að rýra greiningargildi rannsókna. Þá eru fyrir hverja rannsókn birtar staðlaðar niðurstöður um geislaálag ásamt möguleikum á frekari vinnslu slíkra upplýsinga í gæðakerfum viðkomandi deilda eða fyrirtækja.  

Forsvarsmenn bæði HERCA (Sigurður M. Magnússon) og COCIR (Nicola Denjoy) hvetja notendur tölvusneiðmyndatækja til að nýta sér við dagleg störf allar mögulegar lausnir til að stjórna og draga úr geislaálagi sjúklinga við framkvæmd tölvusneiðmyndrannsókna, ásamt því að nýta þá þjónustu sem framleiðendur tækjanna geta veitt.

Yfirlýsinguna má lesa hér

Fyrri fréttir um HERCA á vef GR:

23.06.2014 Sigurður M. Magnússon áfram formaður HERCA

10.07.2013 Ný skýrsla frá Samtökum evrópskra geislavarnastofnana um samræmingu viðbragða við geislavá

09.10.2012 Afstaða Samtaka evrópskra geislavarnastofnana til skimunarrannsókna á einkennalausum einstaklingum

12.01.2011 Yfirlýsing HERCA um réttlætingu notkunar röntgentækja við öryggisskimun