Segulómun (MRI)

Segulómun, eða “Magnetic Resonance Imaging”, er mjög öflugt greiningartæki sem bættist í búnað myndgreiningardeilda á níunda áratug síðustu aldar. Þessi búnaður býr til þversniðsmyndir af líkamanum á svipaðan hátt og tölvusneiðmyndatækin en með töluvert frábrugðnum greiningarupplýsingum. Í þessum búnaði er ekki notuð jónandi geislun og því er mun minni áhætta fyrir sjúkling henni samfara. Tæknin felst í samspili öflugs segulsviðs og útvarpsbylgja.

Þegar sjúklingur hefur verið settur í segulsviðið eru útvarpsbylgjur sendar á hann. Þegar slökkt er á útvarpsbylgjunum gefa sameindir í líkama sjúklings frá sér merki sem er einkennandi fyrir byggingu hans. Merkin eru þá notuð til þess að kalla fram mynd af innviðum líkamans.

Sjá einnig:

2016-12-08T15:46:01+00:00 28.08.2014|Efnistök: , , |0 Comments