Gammageislun 2017-01-25T09:54:09+00:00

Gammageislun

Bolungarvík

Graf af mælingum frá Bolungarvík

Skoða mælingar fyrir Bolungarvík

Raufarhöfn

Graf af mælingum frá Raufarhöfn

Skoða mælingar fyrir Raufarhöfn

Reykjavík

Skoða mælingar fyrir Reykjavík

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði

Skoða mælingar fyrir Höfn í Hornafirði

Vöktunin er hluti viðbúnaðar gegn geislavá á Íslandi. Starfræktar eru 4 stöðvar sem viðstöðulaust mæla gammageislun í umhverfi sínu. Geislunin er náttúruleg bakgrunnsgeislun. Hún er breytileg bæði eftir stað og tíma, t.d. getur úrkoma skolað geislavirkum efnum úr lofthjúpi til jarðar. Íslenskt berg er mjög rýrt af geislavirkum efnum, það er þó mismunandi eftir svæðum hversu lítill styrkurinn er. Stöðvarnar myndu sýna aukningu ef markverður mökkur geislavirkra efna bærist til Íslands frá kjarnorkuslysi erlendis.

Þessar mælingar eru samstarfsverkefni Geislavarna ríkisins og Veðurstofu Íslands. Geislamælar hafa verið settir upp á 4 sjálfvirkum mælistöðvum Veðurstofunnar (Reykjavík, Bolungarvík, Raufarhöfn og Höfn í Hornafirði). Línurit yfir styrk geislunarinnar eru birt á hér á vef Geislavarna ríkisins og hjá Veðurstofu Íslands, auk þess sem gögnin eru gerð aðgengileg erlendum samstarfsaðilum.

Línuritin sýna styrk geislunar undanfarins sólarhrings. Með því að smella á heiti mælistöðvar má fá nánari upplýsingar um mælingar á hverjum stað. Gögn eru birt án tafar og hafa ekki verið yfirfarin fyrir birtingu og geta því leynst í þeim truflanir og falskir toppar.

Gammastöðvar á gagnvirku Evrópukorti

EURDEP kerfið (European Radiological Data Exchange Platform) veitir aðgang að gögnum frá gammamælistöðvum víðsvegar um Evrópu og eru þau sett fram á einfaldan og myndrænan hátt á korti. Kortið er gagnvirkt þannig að með aðdrætti má auka upplausn. Ef smellt er á mælistöð birtast nánari gögn fyrir þann stað.

Gögnin í kerfinu hafa sameiginlegt snið og eru því samanburðarhæf milli svæða.

Það er Veðurstofa Íslands sem annast miðlun gagnanna frá Íslandi til EURDEP kerfisins.

Þróun og viðhald EURDEP kerfisins er í umsjá Sameiginlegrar rannsóknamiðstöðvar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Joint Research Centre of the European Commission, JRC).