Út er komið nýtt leiðbeiningarit frá ICRP, Publication 94, sem ber heitið „Release of patients after therapy with unsealed radionuclides“ og fjallar um geislavarnir vegna geislameðferðar sjúklinga þar sem notaðar eru svokallaðar opnar geislalindir*.

Við geislameðferð með opnum geislalindum þarf að huga sérstaklega að geislaálagi starfsfólks, aðstandenda sjúklings og almennings, vegna þeirrar geislunar sem kann að stafa frá sjúklingi meðan á meðferð stendur og eftir hana. Notkun geislavirks joðs (131I) hefur hér mest áhrif. Önnur geislavirk efni sem notuð eru í geislameðferð af þessu tagi eru yfirleit beta-geislandi efni (fosfór (32P), strontín (89Sr) og yttrín (90Y)) og hafa mun minna geislaálag í för með sér.

Í þessu riti er þeim aðstæðum lýst sem hafa áhrif á geislaálag starfsmanna og aðra sem umgangast sjúklinginn eftir að meðferð hefst og þeim leiðum sem færar eru til þess að draga úr þessu geislaálagi. Þetta rit er nauðsynleg lesning fyrir þá sem starfa við geislameðferð og/eða umönnun sjúklinga sem fengið hafa opnar geislalindir. Ritið verður aðgengilegt á bókasafni Geislavarna ríkisins innan 1 mánaðar en fæst keypt á neðangreindri heimasíðu.

Vefsíða Elsevier um ICRP: (http://www.elsevier.com/locate/icrp)
Heimasíða ICRP (http://www.icrp.com)

 

* Talað er um opnar geislalindir (unsealed sources) þegar geislavirkt efni er á fljótandi formi eða sem duft, en lokaðar lindir þegar geislavirka efnið er innilokað í sérstökum, þéttum hylkjum (sealed sealed sources).