Geislavarnir hafa yfir að ráða afar næmum og fullkomnum búnaði til að leita geislavirkra efna. Búnaðinn má t.d. nota í bíl, flugvél, þyrlu, fótgangandi, á hjóli eða kyrrstæðan. Með honum er hægt að finna og þekkja geislavirk efni úr fjarlægð. Notkun þessa búnaðar er æfð reglulega í æfingum með samstarfsaðilum innanlands og erlendis auk þess sem hluti hans er í stöðugri, virkri notkun.