Þessa dagana stendur yfir 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Fulltrúar 78 ríkja sem eru aðilar að samningnum funda í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg og fjalla um hvernig þau uppfylla ákvæði samningsins.

Alþjóðasamningurinn um örugga meðhöndlum notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs, Joint Convention on the Safety of Spent Fuel Management and the Safety of Radioactive Waste Management, oftast nefndur Joint Convention samningurinn tók gildi 18. júní 2001. Íslands fullgilti samninginn í janúar 2006 og tók hann gildi gagnvart Íslandi í apríl 2006.

Joint Convention samningurinn er víðtækur og spannar allt frá hágeislavirkum úrgangi frá kjarnorkuverum til reykskynjara í heimahúsum sem innihalda örlítið af geislavirku efni.

Aðildarríki samningsins skuldbinda sig til að uppfylla þær kröfur sem tilteknar eru og gera grein fyrir því hvernig það er gert í skýrslum sem farið er yfir á rýnifundum sem haldnir eru á þriggja ára fresti. Hvert ríki skilar skýrslu 7 mánuðum fyrir hvern rýnifund. Síðan hafa aðildarríkin 4 mánuði til að leggja fram skriflegar spurningar sem svara á innan mánaðar. Á rýnifundinum fara sérfræðingar aðildarríkjanna yfir skýrslurnar, spurningar sem þau hafa fengið og svör við þeim. Þannig er reynt að koma auga á atriði sem betur mætti fara, og önnur sem taka má til fyrirmyndar.

Notkun geislavirkra efna á Íslandi er lítil og mjög lítill geislavirkur úrgangur fellur til hér á landi. Rýnifundirnir gefa Íslandi mjög gott tækifæri til að gera umheiminum grein fyrir meðhöndlun geislavirks úrgangs hér á landi og til að fá innsýn í hvað aðrar þjóðir með sambærilegar aðstæður gera.

Skýrslu Íslands fyrir 6. rýnifund Joint Convention samningsins er að finna hér (á ensku).

Short news report on this in English on iceland.is