Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birtist í Journal of the National Cancer Institute 15. október s.l., gefa til kynna að notkun sólarlampa sé áhættuþáttur hvað varðar húðkrabbamein hjá konum.


 


Um er að ræða rannsókn á rúmlega 106 þúsund konum í Noregi og Svíþjóð, á aldrinum 18 – 50 ára sem hófst árið 1991 og þar sem konunum var fylgt eftir í rúmlega 8 ár. Árið 1999 höfðu 187 konur verið greindar með húðkrabbamein (melanoma).


 


Rannsóknin staðfestir fyrri niðurstöður um að þættir eins og háralitur, fjöldi fæðingarbletta á fótum og saga um sólbruna, séu áhættuþættir fyrir húðkrabbamein. Rannsóknin gefur einnig sterklega til kynna að stúlkur á unglingsaldri og ungar konur eru mun viðkvæmari fyrir áhrifum sólbruna og notkun sólarlampa, en aðrar konur.


 


Í Aftonbladet er haft eftir einum aðstandanda rannsóknarinnar að konum sem nota sólarlampa einu sinni eða oftar í mánuði, sé helmingi hættara að fá húðkrabbamein og hjá konum á aldrinum 20 ? 29 ára er þessi áhætta nærri þreföld.


 


Hlekkur í úrdrátt rannsóknarinnar:


A prospective study of pigmentation, sun exposure, and risk of vutaneous melanoma in women.  Greinin birtist í  J. Nat.Cancer Inst.


 


Hlekkir í fréttir um þetta efni:


Berlingske Tidende – 21. október 2003 – Danskir sérfræðingar ósammála um geislahættu


Berlingske Tidende – 20. október 2003 – Það er ekki meirihluti fyrir aldurstakmörkunum í sólarlampa


Berlingske Tidende – 20. október 2003 – Sólarlampar auka hættu á krabbameini


Berlingske Tidende ? 19. október 2003 – Sólarlampar auka hættu á krabbameini


Berlingske Tidende – 19. október 2003 – Noregur: Aldurstakmörk í sólarlampa


Aftonbladet – 17. október 2003 – Hættan við að nota sólarlampa