Sólarlampar á sólbaðsstofum skulu vera í flokki UV-3. Eigandi skal geta framvísað fullnægjandi gögnum um að sólarlampinn sé í flokki UV-3 sé þess óskað eða hafa leyfi Geislavarna ríkisins fyrir notkun viðkomandi lampa. Sjá einnig GR04:03 um upplýsingar sem fylgja skulu hverjum sólarlampa.

Haft skal samband við stofnunina ef óskað er frekari upplýsinga, t.d. um sólarlampa sem notaðir eru í lækningaskyni. Sjá nánar reglugerð um sólarlampa nr. 810.