Mynd fengin af http://hps.org/

Hjá Heilsueðlisfræði félaginu í Bandaríkjunum, Health Physics Society, er unnið merkilegt starf við að svara spurningum almennings um geislavarnir.  Á vefsíðu félagsins má finna lista yfir algengar spurningar og hægt er að skoða svör eftir efnisflokkum.   Svörin eru skrifuð af hópi sérfræðinga með það að markmiði að fræða almenning um geislun og skynsamlega notkun hennar.  Í kaflanum „geislun og ég“ er  fjallað á aðgengilegan hátt um viðhorf fólks til geislunar, hvenær ástæða er til að hafa áhyggjur af geislun og hvenær ekki.