Nú er kominn sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum þar sem að styrkur útfjólublárrar geislunar hækkar með hækkandi sól.

Undanfarna daga hefur styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-stuðull) á Íslandi farið upp fyrir 3 og gera má ráð fyrir áframhaldandi hækkun, m.a. á sumardaginn fyrsta sem að Veðurstofan spáir að verði sólríkur þetta árið. Sé UV-stuðullinn 3 eða hærri þá er þörf á sólarvörn. Sé stuðullinn 2 eða hærri þá getur verið þörf á sólarvörn ef verið er lengi úti í sólinni eða ef um viðkvæma húð er ræða.

Við viljum því minna fólk á að verja sig gegn geislun sólarinnar, annaðhvort með góðum áburði, flíkum eða takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Við minnum alveg sérstaklega á börnin í þessu sambandi. Á síðu Landlæknisembættisins, Verum klár í sólinni, er að finna ýmis ráð sem gott er að rifja upp núna í upphafi sumars.

Daglega eru birtar tölur um áætlaðan styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á vef Geislavarna á slóðinni uv.gr.is. Spá um UV-stuðla í Evrópu má sjá t.d. á vef Finnsku veðurstofunnar.