Röntgenmyndir af tönnum er mikilvæg aðferð tannlækna við greiningu sjúkdóma og mat á ástandi tanna. Þá nýtist röntgenmynd af tönnum einnig við undirbúning fyrir tannplanta og við undirbúning og eftirlit við tannréttingar. Til viðbótar við venjulegar tannröntgenmyndir eru framkvæmdar myndatökur sem sýna bæði kjálkabein og tennur, svokallaðar kjálkasneiðmyndir (e. Panoramic) eða andlitsbeinamyndir (e. Chephalostat)

Það skal alltaf vera læknisfræðileg ástæða til að taka röntgenmynd. Jafnvel þó að geislaálag sé mjög lágt við tannröntgenmyndir, skal eins og við aðra notkun geislunar, forðast að geisla fólk að óþörfu. Geislaálagið fer eftir því hvers konar rannsókn er verið að taka og hve margar myndir þarf að taka.

Upplýsingar um geislaálag tannröntgenrannsókna má finna hér