Á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru vef-námskeið (e-learning course) um notkun geislunar og geislavarnir í læknisfræði.  Áætlaður tími fyrir hvert námskeið er 5-6 klukkutímar og getur hver og einn lokið þeim á sínum hraða.  Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu en hver og einn þarf að skrá sig.  Í lok námskeiða gefst þátttakendum færi á að taka próf og fá staðfestingu á þátttöku.  Í boði eru fjögur námskeið, um tölvusneiðmyndir, geislameðferð, röntgenmyndatökur og inngripsrannsóknir.

Á vef IAEA er einnig röð vef-fyrirlestra sem eru tengdir COVID-19, meðal annars ráðleggingar um viðbúnað á mismunandi deildum og um tölvusneiðmyndir af lungum vegna COVID-19.

Tvær raðir vef-námskeiða um geislavarnir eru nú í gangi hjá EFRS (European Federation of Radiographers Societies), annars vegar um tölvusneiðmyndir og hins vegar um geislameðferð.  Hvort um sig er fimm klukkustundar fyrirlestrar.  Hægt er að taka þátt í stökum fyrirlestrum, nálgast upptökur af fyrirlestrum sem er lokið og skrá sig til þátttöku í rauntíma í fyrirlestrum vorsins, sjá nánar um efni og tímasetningar.

Einnig er nú í boði, í takmarkaðan tíma, aðgangur að fjölbreyttum námskeiðum hjá ESR (European Society of Radiology).

Að lokum má nefna myndbandarás ESR: Radiology fighting COVID-19 og samantekt BIR (British Institute of Radiology) á efni tengdu COVID-19.