Tvær skýrslur um geislaálag starfsmanna sem vinna við jónandi geislun

Komnar eru út tvær skýrslur um geislaálag starfsmanna sem vinna við jónandi geislun, fyrir árin 2012 og 2013. Skýrslurnar eru aðgengilegar á vefsetri stofnunarinnar á slóðinni https://www.gr.is/fraedsla/skyrslur/. Þar er einnig að finna eldri skýrslur um geislaálag starfsmanna. Skýrslurnar eru á PDF formi og eru þær eingöngu gefnar út á vefsetri stofnunarinnar.

Á miðju ári 2012 var sú breyting gerð á eftirliti með geislaálagi starfsmanna að notkun geislamælifilma var hætt og hafin notkun á svokölluðum TLD geislamælum (sjá frétt 17.04.2012).  Þessari breytingu er m.a. lýst í skýrslunni fyrir það ár.

Í skýrslunum er almennt gerð grein fyrir meðalgeislaálagi og hópgeislaálagi einstakra starfsstétta sem verða fyrir jónandi geislun við störf sín og starfsmanna innan tiltekinna starfssviða. Einnig er sýnd þróun á meðalgeislaálagi og hópgeislaálagi undanfarin ár.

Í skýrslunum eru einnig birtar niðurstöður um geislaálag flugáhafna, fyrir sömu ár. Flugáhafnir eru fjölmennasta starfsstéttin sem verður fyrir geislun við störf sín á Íslandi, og þær mælast með hærra meðalgeislaálag en aðrar starfsstéttir. Flugáhafnir vega því þungt í hópgeislaálagi geislastarfsmanna á Íslandi.

Skýrslurnar má einnig nálgast hér (2012) (2013) (5 MB)

Undirritaður veitir frekari upplýsingar

Guðlaugur Einarsson

sérfræðingur

2016-11-04T07:24:14+00:00 29.10.2014|Efnistök: , , , |Slökkt á athugasemdum við Tvær skýrslur um geislaálag starfsmanna sem vinna við jónandi geislun