Geislavarnir ríkisins hafa gefið út tvö ný rit:
GR19:04 Undanþágumörk fyrir geislavirk efni og geislatæki
GR19:05 Kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna
Bæði ritin innihalda upplýsingar sem tengjast leyfum vegna geislatækja og geislavirkra efna. Markmiðið með ritunum er að gefa þeim sem hyggjast sækja um leyfi aðgengilegri upplýsingar um mikilvæg skilyrði leyfisveitinga.
Ritið GR19:04 Undanþágumörk fyrir geislavirk efni og geislatæki leysir af hólmi eldra rit: GR04:01 Undanþágumörk fyrir geislavirk efni og til viðbótar er í nýja ritinu skilgreint hvaða geislatæki sem gefa frá sér jónandi geislun eru undanþegin leyfisskyldu.
Ritið GR19:05 Kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna er samantekt á því hvaða kröfur Geislavarnir ríkisins gera til ábyrgðarmanna mismunandi geislatækja og geislalinda. Í lögum um geislavarnir er kveðið á um að tilnefna skuli ábyrgðarmann með viðeigandi menntun og reynslu og er tilnefningin háð samþykki Geislavarna ríkisins. Nú er í fyrsta sinn hægt að finna upplýsingar um kröfur til menntunnar ábyrgðarmanna á einum stað.
Bæði ritin endurspegla evrópskar reglur og breytingar sem orðið hafa á þeim undanfarin ár.