Nýlega kom út  nýtt rit frá Alþjóðageislavarnaráðinu (ICRP). Ritið er númer 121 (ICRP Publication 121) og ber heitið „Radiological Protection in Paediatric Diagnostic and Interventional Radiology.“. Þá kom einnig út nýlega rit hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) sem ber heitið „Radiation Protection in Paediatric Radiology“ og er það nr. 71 í ritröðinni: „Safety Report Series“. Í báðum þessum ritum er fjallað um geislavarnir barna við læknisfræðilega notkun röntgentækja og geislavirkra efna.

Það hefur lengi verið vitað að börn eru viðkvæmari fyrir jónandi geislun. Bæði þessi rit undirstrika mikilvægi réttlætingar rannsókna og notkunar, um leið og áhersla er lögð á viðeigandi leiðbeiningar um tilvísanir og val rannsókna. Þá er einnig lögð áhersla á að starfsmenn hafi viðeigandi  menntun og fái fullnægjandi þjálfun. 

Í báðum ritunum eru ítarlegar leiðbeiningar og tillögur um hvernig minnka megi þá geislun sem börnin verða fyrir, hvort sem um er að ræða notkun röntgentækja við myndgreiningu með hefðbundnum röntgenbúnaði, tölvusneiðmyndabúnaði eða við aðgerðarannsóknir.  Þá er í ritinu frá IAEA einnig kafli um geislavarnir við notkun geislavirkra efna við sjúkdómsgreiningu.

Bæði ritinu eru aðgengileg ókeypis á netinu;  

IAEA Safety Report Series nr. 71 – slóð.    Fleiri rit frá IAEA sem tengjast læknisfræðilegri notkun – slóð

Vefsetur IAEA um geislavarnir í læknisfræði – slóð

 

ICRP Publication 121 – slóð

Sjá eldri fréttir um ICRP á vefsíðu GR
08.08.2012 : Nýtt rit frá ICRT um notkun röntgentækja utan myndgreiningardeilda
19.01.2009 : Nýtt rit frá ICRP um geislaskammta í kjarnlæknisfræði
29.09.2008 : Nýtt rit frá Alþjóðageislavarnaráðinu – Geislavarnir í læknisfræði
07.11.2007 : Nýtt leiðbeiningarit um geislavarnir við notkun fjölsneiða tölvusneiðmyndatækja.
24.07.2007 : Áhrif nýrra grunnleiðbeininga Alþjóða Geislavarnaráðsins

 

GE