Gæðakerfi 2016-11-04T07:23:34+00:00

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.

Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Gæðakerfið er:

 • Byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar
 • Lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum. Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna.
 • Vottað af bresku staðlastofnuninni, BSI (British Standard Institute). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Stefna Geislavarna ríkisins er:

 • Að vinna að verkefnum stofnunarinnar af metnaði og hagsýni í samræmi við ISO 9001.
 • Að viðhalda ábyrgri fjármálastjórn.
 • Að hafa faglega vel hæft starfsfólk sem er ánægt í starfi og nær góðum árangri.
 • Að veita góða þjónustu þar sem jafnræðis og sanngirni er gætt.
 • Að auka þekkingu og skilning á geislun og geislavörnum.

Gildi Geislavarna ríkisins eru:

 • Ábyrgð – starfsemin sé skilvirk og hagkvæm.
 • Traust – starfsemin einkennist af vandvirkni og faglegum vinnubrögðum.
 • Umhyggja – viðskiptavinir njóti jafnræðis og þeim sé sýnd sanngirni.

Framtíðarsýn Geislavarna ríkisins er:

 • Ríkisstofnun til fyrirmyndar og viðurkenndur þekkingarbrunnur.